Handbolti

Glæný Boltavakt fyrir handboltann á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins hefur nú verið endurhönnuð og útfærð fyrir handboltaleiki og verður þremur leikjum í N1-deild karla lýst beint í kvöld.

Boltavaktin er vel þekkt úr knattspyrnunni en öllum leikjum í efstu deild karla hefur verið lýst í henni undanfarin sumur. Nú bætist handboltinn við með formlegum hætti.

Helsta nýbreytnin er hvernig tölfræðin er tekin saman fyrir hvern einasta leikmann. Hún uppfærist í sérstökum kassa efst í Boltavaktinni eftir því sem líður á leikinn. Þar er auðvelt að fá upplýsingar um frammistöðu bæði leikmanna og liða hverju sinni.

Nýja útgáfan af Boltavaktinni var prufukeyrð á landsleik Íslands og Úkraínu um helgina og má sjá þá lýsingu hér fyrir neðan. Eins og sjá má er leiknum lýst með ítarlegum hætti en leiklýsingin er gerð aðgengileg með skýrri framsetningu og táknum með völdum atvikum leiksins.

Þeir tölfræðiþættir sem eru teknir saman eru mörk, mörk úr vítum, hraðaupphlaupsmörk, skotnýting, fiskuð víti, varin skot, hlutfallsmarkvarsla og brottvísanir - svo eitthvað sé nefnt.

Þá má ekki gleyma lýsingu blaðamanns Vísis á vellinum sem greinir frá því sem er að gerast í leiknum jafnt og þétt. Þessu er svo fylgt eftir með ítarlegri umfjöllun og viðtölum bæði við leikmenn og þjálfara.

Leikirnir þrír í N1-deild karla hefjast allir klukkan 19.30 í kvöld. Þeir eru:

Haukar - Valur // Grótta - Fram // Afturelding - FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×