Handbolti

Breska kvennalandsliðið í handbolta kemur á óvart

Úr leik liðanna í gær.
Úr leik liðanna í gær.
Bretar ætla að tefla fram handboltaliðum á Ólympíuleikunum næsta sumar og undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. Bretar hafa verið þekktir fyrir allt annað en afrek á handboltavellinum hingað til og því má segja að þeir séu að byrja frá grunni.

Kvennalandsliðið hefur tekið talsvert meiri framförum en nokkur átti von á og bresku stelpurnar stóðu sig vel í gær er þeir mættu heimsmeisturum Rússa í Crystal Palace.

Flestir áttu von á því að Rússar myndu niðurlægja Bretana en af því varð ekki. Bresku stelpurnar bitu ágætlega frá sér og töpuðu með átta marka mun, 24-16, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 4-10. Fínasti árangur hjá þeim.

Tilþrif úr leiknum má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×