Fótbolti

Það hefði ekkert hjálpað til þótt við hefðum verið 18 inn á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Köln ganga af velli í gær.
Leikmenn Köln ganga af velli í gær. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Ståle Solbakken og lærisveinar hans í Köln fengu mikinn skell í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið tapaði 5-0 á móti Þýskalandsmeisturum Borussia Dortmund.

„Þetta var skelfilegur dagur og ekki bara hjá leikmönnunum heldur þjálfaranum líka. Það hefði ekkert hjálpað þótt við hefðum fengið að verið 18 inn á vellinum," sagði Ståle Solbakken, þjálfari Köln, eftir leikinn.

„Við spiluðum illa á móti góðu liði. Þegar svo er þá geta leikirnir endað illa. Við misstum trúna þegar við fengum á okkur annað markið," sagði Solbakken.

Pólski landsliðsmaðurinn Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og hefur hann nú skorað 7 mörk í 10 leikjum. Shinji Kagawa, Marcel Schmelzer og fyrirliðinn Sebastian Kehl skoruðu hin mörkin.

Borussia Dortmund er þremur stigum á eftir toppliði Bayern München sem heimsækir Hannover 96 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×