Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 85-74 Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 21. október 2011 20:53 Jón Orri Kristjánsson og Cameron Echols í leiknum í gær. Mynd/Valli Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira