Handbolti

Einar Ingi hafði betur gegn Ólafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson í leik með HK.
Einar Ingi Hrafnsson í leik með HK.
Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt, Mors-Thy, sem vann átta marka sigur á Nordsjælland, 28-20, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leikurinn var í járnum lengst af og staðan í hálfleik jöfn, 14-14. En heimamenn stungu einfaldlega af á síðasta stundarfjórðungnum og skoruðu sjö af síðustu níu mörkum leiksins.

Ólafur Guðmundsson er í láni hjá Nordsjælland þetta tímabilið en hann er nú á samningsbundinn danska stórliðinu AG í Kaupmannahöfn. Ekki hafa borist upplýsingar um hvað hann skoraði mörg mörk í leiknum.

Mors-Thy hefur komið á óvart í vetur og er nú í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig eftir tíu leiki. Nordsjælland er hins vegar í tólfta sætinu með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×