Handbolti

Þorgerður Anna aftur inn í landsliðið - HM-æfingahópurinn valinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorgerður Anna Atladóttir  og Elísabet Gunnarsdóttir koma báðar inn.
Þorgerður Anna Atladóttir og Elísabet Gunnarsdóttir koma báðar inn. Mynd/Vilhelm
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir HM í handbolta í Brasilíu sem fram fer nú í desember. Spilaðir verða tveir æfingaleikir við landslið Tékka 25. og 26. nóvember í Vodafone höllinni. Eftir þá leikir verða valdir þeir 16 leikmenn sem fara til Brasilíu.

Það vakti mikla athygli að Valskonan Þorgerður Anna Atladóttir var ekki valin í hópinn fyrir leikina í undankeppni EM á dögunum en hún er nú kominn aftur inn í hópinn. Liðsfélagi hennar, Sunneva Einarsdóttir, er einnig í hópnum sem þýðir að Íslandsmeistarar Vals eiga tvo af þremur markvörðum í hópnum.

Auk Þorgerðar og Sunnevu þá koma líka þær Elísabet Gunnarsdóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir inn í hópinn en Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, er sú eina sem dettur út úr hópnum frá því í leikjunum á móti Spáni og Úkraínu í síðasta mánuði.

Landsliðshópurinn:

Markmenn:        

Guðný Jenný Ásmundsdóttir        Valur

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir        HK

Sunneva Einarsdóttir        Valur

        

Aðrir Leikmenn:        

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir        Valur

Arna Sif Pálsdóttir        Aalborg DH

Ásta Birna Gunnardóttir        Fram

Birna Berg Haraldsdóttir        Fram

Brynja Magnúsdóttir        HK

Dagný Skúladóttir        Valur

Elísabet Gunnarsdóttir        Fram

Hanna Guðrún Stefánsdóttir        Stjarnan

Harpa Sif Eyjólfsdóttir        Sparvagens HF

Hrafnhildur Skúladóttir        Valur

Karen Knútsdóttir        HSB Blomberg-Lippe

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir        Valur

Rakel Dögg Bragadóttir        Levanger HK

Rut Arnfjörd Jónsdóttir        Team Tvis Holstebro

Sólveig Lára Kjærnested        Stjarnan

Stella Sigurðardóttir        Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir        Team Tvis Holstebro

Þorgerður Anna Atladóttir        Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×