Handbolti

Gísli hjálpar Nordsjælland-liðinu fram að áramótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Kristjánsson
Gísli Kristjánsson Mynd/Heimasíða Nordsjælland
Línumaðurinn Gísli Kristjánsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nordsjælland fram til áramóta en þetta kemur fram á heimasíðu danska félagsins. Gísli lék áður með liðinu frá 2008-2010 og stóð sig þá mjög vel.

„Við urðum fyrir áfalli varnarlega þegar Nicholas Koch-Hansen braut bringubein á dögunun. Við fögnum því að geta brugðist fljótt við erfiðum aðstæðum. Ég þekki Gísla vel og veit hvað hann stendur fyrir inn á vellinum. Gísli þekkir líka til margra leikmanna okkar," sagði Kristian Kristensen, þjálfari Nordsjælland.

Nordsjælland er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eins og er en liðið hefur aðeins náð að vinna þrjá af fyrstu tíu leikjum sínum á þessu tímabili. Nordsjælland tapaði síðast fyrir Einari Inga Hrafnssyni og félögum Mors-Thy Håndbold.

Samingur Gísli er til síðasta leiksins fyrir EM-hléið (28. desember) en svo á eftir að koma í ljóst hvort að hann fái að klára tímabilið með danska liðinu. Gísli lék síðast með FIF Håndbold en hann hefur einnig leikið með FCK, Fredericia HK og Ajax FCK í Danmörku.

Gísli lék með Gróttu/KR á Íslandi áður en hann fór út til Danmerkur árið 2003. Hann hefur verið við nám við háskólanum í Hróarskeldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×