Fyrri leikjapakki kvöldsins í Evrópudeildinni - þrjú komust áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2011 20:04 Ander Herrera skaut Athletic Bilbao áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Mynd/AFP Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.) Evrópudeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira