Handbolti

Umfjöllun: FH - Akureyri 34-21

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Gústafsson
Ólafur Gústafsson Mynd/Anton
FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskipsbikarnum, en liðið sigraði norðanmenn 34-21 í 16-liða úrslitum, leikurinn fór fram í Kaplakrika í dag. Sigurinn var aldrei í hættu og Fimleikafélagið mun sterkari aðilinn í leiknum. Ólafur Gústafsson fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk.

Leikurinn byrjaði mjög svo rólega svo vægt sé til orða tekið. Hvorugu liðinu gekk að koma boltanum í netið og það tók gestina frá Akureyri fimm mínútur til gera sitt fyrsta mark í leiknum. FH var sterkari aðilinn til að byrja með og leiddi með fjórum mörkum 9-5 um miðbik hálfleiksins.

Heimamenn gáfu ekkert eftir næstu mínútur og juku forskot sitt jafnt og þétt, en þeir náðu mest níu marka forystu í fyrri hálfleiknum. Staðan var 16-9 þegar flautað var til leikhlés. Það gekk akkúrat ekkert upp í sóknarleik Akureyringa og Daníel Andrésson lokaði gjörsamlega markinu fyrir FH-inga.

Akureyringar hófu síðari hálfleikinn með miklum látum og voru ekki lengi að koma sér aftur inn í leikinn. Fljótlega var staðan orðin 18-15 fyrir FH, en galopinn leikur. Heimamenn hleyptu aftur á móti Akureyringum ekki nær og voru fljótlega aftur komnir með níu marka forkskot í stöðunni 26-17.

Leiknum lauk síðan með öruggum sigri FH-inga 34-21 og þeir eru því komnir í 8-liða úrslit Eimskipsbikarsins. FH náði mest 13 marka forystu í leiknum og yfirburðir þeirra í leiknum algjörir.

FH - Akureyri 34-21 (16-9)

Mörk FH: Ólafur Gústafsson 9, Örn Ingi Bjarkason 4, Halldór Guðjónsson 4, Þorkell Magnússon 8, Hjalti Pálmason 2, Andri Berg Haraldsson 2, Bjarki Jónsson1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16

Mörk Akureyrar: Heimir Örn Árnason 7,Guðmundur Hólmar Helgason 5, Bjarni Fritzson 5, Geir Guðmundsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Oddur Grétarsson 1.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15, Stefán Guðnason 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×