Handbolti

Einar: Þetta var ekki handbolti heldur box

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir tapið á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína.

"Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll.

"Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið."

Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið.

"Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×