Handbolti

Arnór í Kaupmannahöfn í þrjú ár til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason er fyrirliði AG Kaupmannahafnar.
Arnór Atlason er fyrirliði AG Kaupmannahafnar. Mynd/Heimasíða AG
Arnór Atlason, fyrirliði AG Kaupmannahafnar, verður áfram í herbúðum liðsins í þrjú ár til viðbótar eftir að núverandi tímabili lýkur. Hann skrifaði undir samning í gær sem gildir til 2015.

Gamli samningurinn átti að renna út í sumar en Arnór hefur verið í Kaupmannahöfn undanfarin ár, fyrst með FC Kaupmannahöfn en hann hefur verið með AGK síðan að félagið var stofnað fyrir leiktíðina 2010-2011.

„Þetta er eitt mest spennandi verkefni í handboltaheiminum og var þetta því ekki erfið ákvörðun fyrir mig,“ sagði Arnór í viðtali á heimasíðu danska ríkisútvarpsins.

„Ég hef mikla trú á liðinu og trúi því að við getum náð langt. Allir íþróttamenn vilja ná árangri og vinna titla og möguleikinn á því er góður í þessu liði, líka í Evrópukeppni. Þetta er mitt sjötta ár í Kaupmannahöfn og hefur mér alltaf liðið vel hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×