Handbolti

HM 2011: Íslenska hjartað er okkar styrkleiki

Hrafnhildur Skúladóttir leikmaður Vals hefur leikið 137 landsleiki á ferlinum. Hún verður í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem hefst í næstu viku. Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræddi við Hrafnhildi en fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport – og að sjálfsögðu verður farið ítarlega yfir stöðu mála fyrir og eftir leik.

Dagskrá yfir beinar útsendingar frá HM í handbolta kvenna á Stöð 2 sport:

Ísland er í riðli með Noregi, Þýskalandi, Svartfjallalandi, Angóla og Kína. Fjögur lið komast áfram úr þessum riðli sem leikinn verður í borginni Santos.

Við viljum að sjálfsögðu komast í 16-liða úrslitin. Það þýðir að við verðum að vera í einu af fyrstu fjórum sætunum í riðlinum. Við eigum fína möguleika gegn Kína og Angól, og stefnum á 16-liða úrslitin. Við gætum komið á óvart. Íslenska hjartað er helsti styrkleiki okkar. Við erum baráttuglaðar og gefumst ekki upp. Liðsheildin er frábær og við erum líka góðar í handbolta."

Hrafnhildur segir ennfremur að hún hati að tapa og það sé í eðli íslenska landsliðsins að fara „fjallabaksleiðina" að markmiðinu. „Við gerum þetta stundum aðeins of erfitt. Karlalandsliðið hefur gert þetta, tapað leik sem þeir áttu ekki að tapa, en vinna síðan aðra leiki sem áttu ekki að vinna. Oftar en ekki höfum við endað mjög stolt eftir svona stórmót," segir Hrafnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×