Golf

Birgir Leifur þarf að spila frábærlega til að komast áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 59. sæti af 74 kylfingum á úrtökumótinu á öðru stigi sem fram fer á Spáni þessa helgi. Birgir Leifur hoppaði upp um þrettán sæti eftir að hafa spilað annan hringinn á einu höggi undir pari.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er því á fjórum höggum yfir pari þegar mótið er hálfnað.

Birgir Leifur tapað ekki höggi á öðrum hringnum sem lofar góðu fyrir framhaldið. Hann fékk 17 pör og einn fugl sem kom á áttundu holunni sem hefur gefið honum fugl báða dagana.

Birgir Leifur þarf því að leika frábærlega á næstu tveimur hringjum til að eiga möguleika á sæti í lokamótinu en samkvæmt frétt á kylfingur.is má telja það líklegt að 16-20 efstu sætin gefi öruggt sæti í lokamótið sem fer fram seinna í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×