Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. desember 2011 21:28 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3 Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3
Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira