Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 17:45 Andros Townsend. Mynd/Nordic Photos/Getty Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Fleiri fréttir FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Fleiri fréttir FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Sjá meira