Á rúmstokknum: Flugeldasýningar og raunveruleikinn Sigga Dögg skrifar 27. janúar 2011 09:00 Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigga Dögg Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða!
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar