Gaurasamfélagið Hallgrímur Helgason skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun