Og Sannmælinn hlýtur... Guðni Már Harðarson. skrifar 26. janúar 2011 06:00 Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun