Mennska S. Starri Hauksson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun