Femínista-fetish Hugleikur Dagsson skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Öðlingurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun