Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 17. febrúar 2011 19:47 Akureyringar eru enn efstir í deildinni. Fréttablaðið Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir. Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir.
Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira