Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 17. febrúar 2011 19:47 Akureyringar eru enn efstir í deildinni. Fréttablaðið Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir. Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira