„Ekki vera faggi!“ Margeir St. Ingólfsson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum!
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar