Ofbeldi hugarfarsins Stefán Máni skrifar 25. janúar 2011 06:00 Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar