Ofbeldi hugarfarsins Stefán Máni skrifar 25. janúar 2011 06:00 Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun