Formúla 1

Ferrari Massa í ljósum logum

Eldtungur standa afturúr bíl Felipe Massa í dag.
Eldtungur standa afturúr bíl Felipe Massa í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham

Það gekk ekki allt upp hjá Felipe Massa á æfingum á Valencia brautinni á Spáni í dag. Eldtungur aftur úr bílnum á æfingunni voru merki þess að ekki var allt með feldu.

Hann tók við hlutverki þróunarökmanns á æfingu í dag, af Fernando Alonso sem hafði náð besta tíma í gær. En olíuleki varð þess valdandi að hann þurfti að hvíla um tíma, en náði síðan fimmta besta tíma.

Massa náði ekki eins góðum árangri og Alonso á síðasta keppnistímabili og það er honum mikið keppikefli að standa jafnfætis Alonso á væntanlegu keppnistímabili.

Keppnisliðin í Formúlu 1 æfa á Jerez brautinni í næstu viku og seinna í mánuðinum á brautinni í Barcelona á Spáni, en lokaæfingin verður í Barein ´i byrjun mars.

Sjá meira um æfingarnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×