Ábyrgð okkar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2011 06:00 Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öðlingurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun