Körfubolti

Lakers og Miami á sigurbraut

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andrew Bynum æsti sig fullmikið í nótt, fékk tvær óíþróttamannslegar villur í röð og var hent úr húsi.
Andrew Bynum æsti sig fullmikið í nótt, fékk tvær óíþróttamannslegar villur í röð og var hent úr húsi.

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var lítið um óvænt úrslit. Lakers, Miami, San Antonio og Phoenix unnu öll sigra í sínum leikjum.

Andrew Bynum var geysilega grimmur gegn Amar´e Stoudemire í nótt, pakkaði honum saman lengi vel en var aðeins of æstur því honum var hent úr húsi í fjórða leikhluta. Lakers brást vel við í kjölfarið, fór á 18-8 siglingu og vann leikinn.

Það var mál manna að Lakers hefði sýnt þau meistaragæði sem hefur vantað síðustu vikur. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers eins og svo oft áður með 27 stig og 10 fráköst. Pau Gasol skoraði 20 stig og tók 14 fráköst. Lamar Odom var einnig sprækur með 14 stig og 18 fráköst.

LeBron James var í miklu stuði í nótt og skoraði 44 stig og þar af 32 í síðari hálfleik er Miami skellti Portland í framlengdum leik. Þetta var níundi sigurleikur Miami í röð og þrettándi sigurleikur liðsins á útivelli í röð.

Úrslit:

Toronto-Sacramento  118-112

LA Clippers-Golden State  105-91

San Antonio-Minnesota  94-91

Phoenix-Cleveland  108-100

Denver-New Orleans  87-96

Portland-Miami  100-107

LA Lakers-NY Knicks  109-87

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×