Meistaralið Lakers tapaði gegn lélegasta liði NBA deildarinnar Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. febrúar 2011 03:00 Kobe Bryant og Steve Blake voru ekki kátir á varamannabekk Lakers í gær í Cleveland. AP Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn. Miami Heat lagði Toronto á útivelli 103-95 þar sem Chris Bosh mætti á sinn gamla heimavöll og skoraði hann 25 stig. Boston hafði betur gegn New Jersey 94-80 og Orlando átti ekki í vandræðum með Washington á heimavelli 101-76.Cleveland - LA Lakers 104 -99 Nýliðinn Ramon Sessions fór fyrir liði Cleveland þar sem hann skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar gegn meistaraliði Lakers. Fyrir fimm vikum tapaði Cleveland með 55 stiga mun gegn Lakers og Byron Scott fyrrum leikmaður Lakers og núverandi þjálfari Cleveland hefur eflaust glott út í annað munnvikið eftir sigurinn. Kobe Bryant náði sér ekki á strik og hitti hann aðeins úr 8 af alls 24 skotum sínum í leiknum. Hann tapaði boltanum 7 sinnum . Hann skoraði 17 stig og tók 12 fráköst sem er persónulegt met á leiktíðinnni. Lakers tapaði þremur leikjum sínum af alls sjö leikja keppnisferðalagi. Orlando - Washington 101- 76 Dwight Howard skoraði 32 stig fyrir Orlando. Nýliðinn John Walls skoraði 27 stig fyrir Washington sem hefur nú tapað 26 af alls 27 útileikjum sínum í vetur.Boston - New Jersey 94 - 80 Boston Celtics vann upp níu stiga forskot New Jersey í síðari hálfleik. Paul Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston og tók hann 13 vítaskot í leiknum sem er met á tímabilinu. Vörn Boston var frábær í fjórða leikhluta þar sem að skotnýting New Jersey var aðeins 12% og liðið skoraði aðeins 10 stig.LeBron James var nálægt því að ná þrefaldri tvennu LeBron James treður hér boltanum gegn Toronto í Kanada.APToronto - Miami 95 - 103 Stórleikur Ítalans Andrea Bargnani dugði ekki til gegn Miami en hann skoraði 38 stig. Chris Bosh lék vel á sínum gamla heimavelli og skoraði hann 25 stig en Dwayne Wade var stigahæstur með 28. LeBron James var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.Detroit - Indiana 109 - 115 Indiana náði að landa sigri eftir framlengingu þar sem að Tayshaun Prince skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Detroit. Fyrir leikinn hafði Detroit tapað þremur leikjum í röð og átta af síðustu ellefu.New York - Atlanta 102 - 90 Amar'e Stoudemire skoraði 23 stig fyrir New York og Wilson Chandler skoraði 20 en þetta var annar sigur New York í röð. Liðið hefur unnið 28 leiki og tapað 26 og er þetta besti árangur liðsins frá tímabilinu 2000-2001.Minnesota - LA Clippers 90 - 98 Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers og bauð upp á troðslusýningu samkvæmt venju. Kevin Love skoraði 18 stig og tók 18 fráköst fyrir heimamenn en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar. Þetta var fimmti tapleikur Minnesota í röð.Dallas - Sacramento 116 - 100 Jason Kidd lék aðeins í 20 mínútur af alls 48 og var samt sem áður stigahæstur í liði Dallas með 20 stig. Stigaskor Dallas dreifðist jafnt á leikmannahópinn og lykilmenn liðsins fengu aðeins að vera í um 20 mínútur inn á vellinum í öruggum sigri. Houston - Philadelphia 105 - 114 Jrue Holiday skoraði 20 stig í góðum útisigri Philadelphia en liðið hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum á útivelli. Kyle Lowry skoraði 36 stig fyrir Houston sem er met hjá honum og Luis Scola skoraði 26 og tók 13 fráköst.Milwaukee - Denver 87 - 94 Carmelo Anthony skoraði 38 stig og tók 12 fráköst fyrir Denver sem hafði tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Margir velta því nú fyrir sér hvort þetta hafi verið síðasti leikur Carmelo fyrir Denver en hann hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við félagið og eru mörg lið sem vilja eflaust fá hann í sínar raðir.Monta Ellis skoraði 35 stig fyrir Golden State Monta Ellis skoraði 35 stig fyrir Golden State.APUtah - Golden State 100 -107 Monta Ellis skoraði 35 stig fyrir Golden State sem hefur nú unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Utah hefur hinsvegar tapað 13 af síðustu 17 leikjum sínum í deildinni og ekkert virðist ætla að ganga upp hjá liðinu. Þetta var fimmti tapleikur liðsins í röð og það hefur ekki gerst í áratugi.Portland - New Orleans 103 - 96 LaMarcus Aldridge fór á kostum í liði Portland og skoraði 34 stig. David West skoraði 27 stig fyrir New Orleans. NBA Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Sjá meira
Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn. Miami Heat lagði Toronto á útivelli 103-95 þar sem Chris Bosh mætti á sinn gamla heimavöll og skoraði hann 25 stig. Boston hafði betur gegn New Jersey 94-80 og Orlando átti ekki í vandræðum með Washington á heimavelli 101-76.Cleveland - LA Lakers 104 -99 Nýliðinn Ramon Sessions fór fyrir liði Cleveland þar sem hann skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar gegn meistaraliði Lakers. Fyrir fimm vikum tapaði Cleveland með 55 stiga mun gegn Lakers og Byron Scott fyrrum leikmaður Lakers og núverandi þjálfari Cleveland hefur eflaust glott út í annað munnvikið eftir sigurinn. Kobe Bryant náði sér ekki á strik og hitti hann aðeins úr 8 af alls 24 skotum sínum í leiknum. Hann tapaði boltanum 7 sinnum . Hann skoraði 17 stig og tók 12 fráköst sem er persónulegt met á leiktíðinnni. Lakers tapaði þremur leikjum sínum af alls sjö leikja keppnisferðalagi. Orlando - Washington 101- 76 Dwight Howard skoraði 32 stig fyrir Orlando. Nýliðinn John Walls skoraði 27 stig fyrir Washington sem hefur nú tapað 26 af alls 27 útileikjum sínum í vetur.Boston - New Jersey 94 - 80 Boston Celtics vann upp níu stiga forskot New Jersey í síðari hálfleik. Paul Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston og tók hann 13 vítaskot í leiknum sem er met á tímabilinu. Vörn Boston var frábær í fjórða leikhluta þar sem að skotnýting New Jersey var aðeins 12% og liðið skoraði aðeins 10 stig.LeBron James var nálægt því að ná þrefaldri tvennu LeBron James treður hér boltanum gegn Toronto í Kanada.APToronto - Miami 95 - 103 Stórleikur Ítalans Andrea Bargnani dugði ekki til gegn Miami en hann skoraði 38 stig. Chris Bosh lék vel á sínum gamla heimavelli og skoraði hann 25 stig en Dwayne Wade var stigahæstur með 28. LeBron James var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.Detroit - Indiana 109 - 115 Indiana náði að landa sigri eftir framlengingu þar sem að Tayshaun Prince skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Detroit. Fyrir leikinn hafði Detroit tapað þremur leikjum í röð og átta af síðustu ellefu.New York - Atlanta 102 - 90 Amar'e Stoudemire skoraði 23 stig fyrir New York og Wilson Chandler skoraði 20 en þetta var annar sigur New York í röð. Liðið hefur unnið 28 leiki og tapað 26 og er þetta besti árangur liðsins frá tímabilinu 2000-2001.Minnesota - LA Clippers 90 - 98 Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers og bauð upp á troðslusýningu samkvæmt venju. Kevin Love skoraði 18 stig og tók 18 fráköst fyrir heimamenn en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar. Þetta var fimmti tapleikur Minnesota í röð.Dallas - Sacramento 116 - 100 Jason Kidd lék aðeins í 20 mínútur af alls 48 og var samt sem áður stigahæstur í liði Dallas með 20 stig. Stigaskor Dallas dreifðist jafnt á leikmannahópinn og lykilmenn liðsins fengu aðeins að vera í um 20 mínútur inn á vellinum í öruggum sigri. Houston - Philadelphia 105 - 114 Jrue Holiday skoraði 20 stig í góðum útisigri Philadelphia en liðið hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum á útivelli. Kyle Lowry skoraði 36 stig fyrir Houston sem er met hjá honum og Luis Scola skoraði 26 og tók 13 fráköst.Milwaukee - Denver 87 - 94 Carmelo Anthony skoraði 38 stig og tók 12 fráköst fyrir Denver sem hafði tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Margir velta því nú fyrir sér hvort þetta hafi verið síðasti leikur Carmelo fyrir Denver en hann hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við félagið og eru mörg lið sem vilja eflaust fá hann í sínar raðir.Monta Ellis skoraði 35 stig fyrir Golden State Monta Ellis skoraði 35 stig fyrir Golden State.APUtah - Golden State 100 -107 Monta Ellis skoraði 35 stig fyrir Golden State sem hefur nú unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Utah hefur hinsvegar tapað 13 af síðustu 17 leikjum sínum í deildinni og ekkert virðist ætla að ganga upp hjá liðinu. Þetta var fimmti tapleikur liðsins í röð og það hefur ekki gerst í áratugi.Portland - New Orleans 103 - 96 LaMarcus Aldridge fór á kostum í liði Portland og skoraði 34 stig. David West skoraði 27 stig fyrir New Orleans.
NBA Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Sjá meira