Handbolti

HK og Selfoss enduðu bæði langar taphrinur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson.
HK og Selfoss fóru inn í HM-fríið með mörg töp í röð á bakinu en byrjuðu bæði á að ná í stigi úr leikjum sínum þegar N1 deildar karla í handbolta fór aftur af stað í kvöld.

HK hafði tapað fjórum síðustu leikjum sínum á árinu 2010 en vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 28-24, í Digarnesinu í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir HK-liðið sem var 15-11 yfir í hálfleik.

Selfoss var búið að tapa níu deildarleikjum í röð þegar liðið náði 25-25 jafntefli á móti Haukum á Selfossi í kvöld. Selfossyingar jöfnuðu metin í lokin en fengu líka nokkur tækifæri eftir það til að vinna leikinn.

HK-Afturelding 26-23 (15-11)

Mörk HK: Bjarki Már Elísson 8, Atli Ævar Ingólfsson 6, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 5, Bjarki Már Gunnarsson 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Hákon Bridde 2.

Mörk Aftureldingar: Jón Andri Helgason 6, Sverrir Hermannsson 5, Bjarni Aron Þórðarson 3, Þrándur Gíslason 2, Ásgeir Jónsson 2, Arnar Theódórsson 2, Jóhann Jóhannsson 1, Haukur Sigurvinnson 1, Daníel Jónsson 1.



Selfoss-Haukar 25-25 (11-14)

Mörk Selfoss: Guðjón Finnur Drengsson 8, Ragnar Jóhannsson 7, Atli Kristinsson 4, Andrius Zigelis 3, Milan Iancev 2, Atli Hjörvar Einarsson 1.

Mörk Hauka: Þórður Rafn Guðmundsson 6, Tjörvi Þorgeirsson 5, Stefán Rafn Sigmarsson 4, Freyr Brynjarsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Jónatan Ingi Jónsson 2, Björgvin Hólmgeirsson 2, Einar Örn Jónsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×