27.39% hlutur í Williams seldur á opnum hlutabréfamarkaði 5. febrúar 2011 09:29 Frank Williams, aðaleigandi Williams og Sam Michaels sem er stjórnandi liðsins á mótsstað. Mynd: Getty Images Williams liðið hefur opnað fyrir þann möguleika að almenningur geti keypt hlut í liðinu á hlutabréfamarkaðnum í Frankfurt og verða 27.39% í boði. Það er svissneskur banki sem mú sjá um aðgerðina. Frank Williams verður eftir sem áður meirihlutaeigandi í liðinu, sem hefur verið starfrækt síðan 1977. Williams fer formlega á markað 2. mars, en undirbúningur er þegar farinn í gang. Williams liðið hefur unnið 9 meistaratitla bílasmsiða og sjö titla ökumanna, en Rubens Barrichello frá Brasilíu og nýliðinn Pastor Maldonado frá Venúsúela eru ökumenn liðsins, en Maldonado er varð meistari í GP2 mótaröðinni 2010. Williams liðið prófaði nýjan keppnisbíl í vikunni og verður meðal 12 keppnisliða í Formúlu 1 á þessu ári, en með því að selja hluti í liðinu vill Frank tryggja áframhaldandi rekstur liðsins til langframa. Frank hefur verið bundinn hjólastól um langt skeið eftir að hann meiddist í umferðaróhappi. Engu að síður mætir hann á mótssvæði og rekur keppnisliðið af elju. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Williams liðið hefur opnað fyrir þann möguleika að almenningur geti keypt hlut í liðinu á hlutabréfamarkaðnum í Frankfurt og verða 27.39% í boði. Það er svissneskur banki sem mú sjá um aðgerðina. Frank Williams verður eftir sem áður meirihlutaeigandi í liðinu, sem hefur verið starfrækt síðan 1977. Williams fer formlega á markað 2. mars, en undirbúningur er þegar farinn í gang. Williams liðið hefur unnið 9 meistaratitla bílasmsiða og sjö titla ökumanna, en Rubens Barrichello frá Brasilíu og nýliðinn Pastor Maldonado frá Venúsúela eru ökumenn liðsins, en Maldonado er varð meistari í GP2 mótaröðinni 2010. Williams liðið prófaði nýjan keppnisbíl í vikunni og verður meðal 12 keppnisliða í Formúlu 1 á þessu ári, en með því að selja hluti í liðinu vill Frank tryggja áframhaldandi rekstur liðsins til langframa. Frank hefur verið bundinn hjólastól um langt skeið eftir að hann meiddist í umferðaróhappi. Engu að síður mætir hann á mótssvæði og rekur keppnisliðið af elju.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira