Segir niðurskurð til grunnskóla nema 200 milljónum ekki 800 Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2011 09:52 Grunnskólabörn. Mynd/ Vilhelm. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir misskilnings gæta þegar því er haldið fram að hagræða þurfi í rekstri grunnskóla Reykjavíkurborgar um 800 milljónir. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi staðið til að skera niður um 1000 milljónir í rekstri grunnskóla. Nú standi hins vegar eftir 800 milljóna króna niðurskurður eftir að Reykjavíkurborg hafi, fyrr í vikunni, ákveðið að auka fjárheimildir um 200 milljónir. „Sannleikurinn er sá að sú hagræðing og sú niðurskurður sem lenti á grunnskólum Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun 2011 eru 290 milljónir sem fara beint inn í grunnskólana sem koma þá að beinum þætti skólastjórans. Nú er búið að bæta við 200 milljónum," segir Ragnar. Hann segir því að eftir standi 92 milljónir sem skólastjórar eigi eftir að vinna með í hagræðingu. „Þar fyrir utan eru síðan 114 milljóna hagræðing allt í allt sem er þáttur Menntasviðs í sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þetta eru tölurnar og þarna er stór munur á málflutningi," segir Ragnar. Ragnar segir að fleiri menntastofnanir en grunnskólarnir heyri undir Menntasvið. Þar sé um að ræða tónlistaskóla, námsflokka og skólahljómsveitir, en í þessum tölum sé bara verið að tala um grunnskóla. Ragnar segir það vera mjög óábyrgt að vera með rangar tölur og skapa óöryggi hjá foreldrum. Foreldrar ætla að hittast á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan hálffimm í dag. Gengið verður sem leið liggur niður Skólavörðustíg og að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem opinn fundur verður fyrir foreldra um niðurskurðaráform borgarinnar í leik- og grunnskólum. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir misskilnings gæta þegar því er haldið fram að hagræða þurfi í rekstri grunnskóla Reykjavíkurborgar um 800 milljónir. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi staðið til að skera niður um 1000 milljónir í rekstri grunnskóla. Nú standi hins vegar eftir 800 milljóna króna niðurskurður eftir að Reykjavíkurborg hafi, fyrr í vikunni, ákveðið að auka fjárheimildir um 200 milljónir. „Sannleikurinn er sá að sú hagræðing og sú niðurskurður sem lenti á grunnskólum Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun 2011 eru 290 milljónir sem fara beint inn í grunnskólana sem koma þá að beinum þætti skólastjórans. Nú er búið að bæta við 200 milljónum," segir Ragnar. Hann segir því að eftir standi 92 milljónir sem skólastjórar eigi eftir að vinna með í hagræðingu. „Þar fyrir utan eru síðan 114 milljóna hagræðing allt í allt sem er þáttur Menntasviðs í sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þetta eru tölurnar og þarna er stór munur á málflutningi," segir Ragnar. Ragnar segir að fleiri menntastofnanir en grunnskólarnir heyri undir Menntasvið. Þar sé um að ræða tónlistaskóla, námsflokka og skólahljómsveitir, en í þessum tölum sé bara verið að tala um grunnskóla. Ragnar segir það vera mjög óábyrgt að vera með rangar tölur og skapa óöryggi hjá foreldrum. Foreldrar ætla að hittast á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan hálffimm í dag. Gengið verður sem leið liggur niður Skólavörðustíg og að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem opinn fundur verður fyrir foreldra um niðurskurðaráform borgarinnar í leik- og grunnskólum.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira