Jóladrykkurinn í ár - Chai latte fyrir tvo 1. nóvember 2011 00:01 Tinna Jóhannsdóttir hjá Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. „Ég laga Chai úr teblöndu sem ég kaupi hjá Österlandsk tehus í Kaupmannahöfn og læt sírópið alveg eiga sig," segir Tinna Jóhannsdóttir hjá Kaffifélaginu. „Þar kenndu mér tesérfræðingar að Chai sé annsi dramatískt te; bæði er notað um það bil tvöfalt magn af tei og svo er það látið trekkja tvisvar sinnum lengur." „Uppistaðan er svart indverskt te sem er kryddað með kanil, negul og ýmsum unaðskryddum sem ég kann ekki aðnefna. Ég veit að það fæst líka í pokum en ég hef ekki smakkað það." „Til að laga 200 ml af tei nota ég 4-5 g af tei (u.þ.b. 2 teskeiðar) og læt trekkja í um það bil tíu mínútur. Svo bæti ég við 50-100 ml af mjólk, eftir því hvað ég vil hafa það sterkt, hita allt saman og þá kemur cappuchinostúturinn sterkur inn. Hellt í tvö glös og sætt með hrásykri eða hunangi ef vill." Jólamatur Mest lesið Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Nágrannar skála á torginu Jól Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Jól Vinnur bug á jólastressi og kvíða Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól
„Ég laga Chai úr teblöndu sem ég kaupi hjá Österlandsk tehus í Kaupmannahöfn og læt sírópið alveg eiga sig," segir Tinna Jóhannsdóttir hjá Kaffifélaginu. „Þar kenndu mér tesérfræðingar að Chai sé annsi dramatískt te; bæði er notað um það bil tvöfalt magn af tei og svo er það látið trekkja tvisvar sinnum lengur." „Uppistaðan er svart indverskt te sem er kryddað með kanil, negul og ýmsum unaðskryddum sem ég kann ekki aðnefna. Ég veit að það fæst líka í pokum en ég hef ekki smakkað það." „Til að laga 200 ml af tei nota ég 4-5 g af tei (u.þ.b. 2 teskeiðar) og læt trekkja í um það bil tíu mínútur. Svo bæti ég við 50-100 ml af mjólk, eftir því hvað ég vil hafa það sterkt, hita allt saman og þá kemur cappuchinostúturinn sterkur inn. Hellt í tvö glös og sætt með hrásykri eða hunangi ef vill."
Jólamatur Mest lesið Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Nágrannar skála á torginu Jól Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Jól Vinnur bug á jólastressi og kvíða Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól