Hárdoktorinn kveður Ísland 28. janúar 2011 11:30 Jón Atli Helgason flytur búferlum til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann sinna tónlist og plötusnúðamennsku.fréttablaðið/vilhelm Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira