Frumvarp Snæbjörn Ragnarsson skrifar 29. janúar 2011 06:00 Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun