Lambatartar að hætti VOX 3. maí 2011 00:01 Lambatartar með fáfnisgraskremi og einiberjum. Mynd/Vilhelm Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Hráefni:250 g fínt skorinn lambahryggvöðvi40 g Egilsstaðafeti4 msk. krækiber2 msk. bláber3 stk. sýrður, rauður perlulaukur 1 tsk. fersk, græn einiber, söxuð1 msk. fínsaxaðir skalottlaukar1 stk. egg50 g ferskt fáfnisgras250 g hlutlaus olíasvartur pipar og salt Fáfnisgraskrem: Sjóðið eggið í söltu vatni í fjórar mínútur, kælið og fjarlægið skurnina. Setjið eggið í matvinnsluvél ásamt hálfri matskeið af ediki og fáfnisgrasinu. Hellið olíunni rólega saman við þar til útkoman er hæfilega þykk. Sýrður perlulaukur: Forsjóðið laukana í söltu vatni í 40 til 60 sekúndur og færið þá yfir í klakabað. Skerið þá síðan í helminga og hellið heitum edikleginum yfir. Gott er að nota ílát með loki. Ediklögur: Setjið 1/2 dl vatn, 1/2 dl sykur, 1 dl borðedik saman í pott og komið upp suðu. Samsetning réttar: Blandið lambakjötinu saman við 1-2 matskeiðar af olíu og skalottlaukinn, smakkið til með salti og pipar, mótið í hring á miðjum disknum. Setjið krækiberin og bláberin jafnt yfir kjötið og sprautið kreminu í litlar doppur. Rífið Egilsstaðafetann í litla bita og setjið hann, ásamt lauknum í laufum ofan á allt saman. Sáldrið í lokin söxuðum einiberjunum yfir og skreytið réttinn með ferskum jurtum, til dæmis ferskum kerfli, fáfnisgrasi og dilli. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Hráefni:250 g fínt skorinn lambahryggvöðvi40 g Egilsstaðafeti4 msk. krækiber2 msk. bláber3 stk. sýrður, rauður perlulaukur 1 tsk. fersk, græn einiber, söxuð1 msk. fínsaxaðir skalottlaukar1 stk. egg50 g ferskt fáfnisgras250 g hlutlaus olíasvartur pipar og salt Fáfnisgraskrem: Sjóðið eggið í söltu vatni í fjórar mínútur, kælið og fjarlægið skurnina. Setjið eggið í matvinnsluvél ásamt hálfri matskeið af ediki og fáfnisgrasinu. Hellið olíunni rólega saman við þar til útkoman er hæfilega þykk. Sýrður perlulaukur: Forsjóðið laukana í söltu vatni í 40 til 60 sekúndur og færið þá yfir í klakabað. Skerið þá síðan í helminga og hellið heitum edikleginum yfir. Gott er að nota ílát með loki. Ediklögur: Setjið 1/2 dl vatn, 1/2 dl sykur, 1 dl borðedik saman í pott og komið upp suðu. Samsetning réttar: Blandið lambakjötinu saman við 1-2 matskeiðar af olíu og skalottlaukinn, smakkið til með salti og pipar, mótið í hring á miðjum disknum. Setjið krækiberin og bláberin jafnt yfir kjötið og sprautið kreminu í litlar doppur. Rífið Egilsstaðafetann í litla bita og setjið hann, ásamt lauknum í laufum ofan á allt saman. Sáldrið í lokin söxuðum einiberjunum yfir og skreytið réttinn með ferskum jurtum, til dæmis ferskum kerfli, fáfnisgrasi og dilli.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira