Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína 17. mars 2011 13:30 Magnús ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var afhent í gær. Fréttablaðið/Valli „Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira