Opnar vefsíðu fyrir hármódel 21. mars 2011 20:00 Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður. Fréttablaðið/Anton Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breytingum. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt." Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðarins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölulega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá," segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið harmodel@harmodel.is. - sm Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breytingum. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt." Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðarins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölulega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá," segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið harmodel@harmodel.is. - sm
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira