Nei við Icesave Lýður Árnason skrifar 1. apríl 2011 06:00 Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun