Hið ískalda hagsmunamat 1. apríl 2011 06:00 Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Icesave Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat.
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar