Fleiri þriggja stiga tilraunir en í nokkrum NBA-leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2011 08:00 Marcus Walker skaut sautján sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna, þó tveimur færri skotum en liðsfélagi hans, Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Daníel Æsilegum leik KR og Keflavíkur á föstudagskvöldið lauk með sigri síðarnefnda liðsins, 139-135, eftir framlengingu. Samanlagt reyndu leikmenn liðanna að skjóta 85 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna, þar af KR ingar 61 sinni. Ótrúlegar tölur, sérstaklega þar sem metið í einum leik í NBA-deildinni er 69 skot. KR setti niður 20 þrista í 61 tilraun en Keflavík þrettán í 24 tilraunum. Skotglöðustu KR-ingarnir voru Brynjar Þór Björnsson (19), Marcus Walker (17), Hreggviður Magnússon (10) og Pavel Ermolinskij (9). Þess má geta að KR-ingar tóku færri skot inn í teignum eða 50 talsins – þar af fóru 29 niður. „Þeir spiluðu svæðisvörn sem miðaði við að hægja á okkur," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Þeir lögðu kannski ekki upp með að skilja okkur eftir galopna í hverju einasta þriggja stiga skoti en sú varð nú bara raunin. Það er erfitt fyrir góða skotmenn að taka ekki skot þegar það er enginn í tveggja metra radíus við þá. Ég vil að þessi strákar stígi inn í þessi skot með sjálfstrausti sem þeir gerðu," bætti Hrafn við. „En það leggur ekki nokkur þjálfari upp með þetta – nema kannski Don Nelson eða Doug Mo. Enda tók ég ekki eftir þessum fjölda skota þar sem hvert einasta þeirra var opið." Liðin mætast aftur í kvöld og þá fær KR annað tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Staðan í rimmunni er 2-1. „Við ætlum að spila eins og að við séum að spila um titilinn. Það fannst mér vanta í þessum leik en þannig þurfum við alltaf að spila í úrslitakeppninni." Metið í NBA-deildinniFlestar þriggja stiga tilraunir í NBA: Portland - Golden State (2005) - 69 Houston - Dallas (1995) - 64 Cleveland - Portland (1995) - 64 Houston - LA Lakers (1996) - 64Til samanburðar: KR - Keflavík (2011) - 85 Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Æsilegum leik KR og Keflavíkur á föstudagskvöldið lauk með sigri síðarnefnda liðsins, 139-135, eftir framlengingu. Samanlagt reyndu leikmenn liðanna að skjóta 85 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna, þar af KR ingar 61 sinni. Ótrúlegar tölur, sérstaklega þar sem metið í einum leik í NBA-deildinni er 69 skot. KR setti niður 20 þrista í 61 tilraun en Keflavík þrettán í 24 tilraunum. Skotglöðustu KR-ingarnir voru Brynjar Þór Björnsson (19), Marcus Walker (17), Hreggviður Magnússon (10) og Pavel Ermolinskij (9). Þess má geta að KR-ingar tóku færri skot inn í teignum eða 50 talsins – þar af fóru 29 niður. „Þeir spiluðu svæðisvörn sem miðaði við að hægja á okkur," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Þeir lögðu kannski ekki upp með að skilja okkur eftir galopna í hverju einasta þriggja stiga skoti en sú varð nú bara raunin. Það er erfitt fyrir góða skotmenn að taka ekki skot þegar það er enginn í tveggja metra radíus við þá. Ég vil að þessi strákar stígi inn í þessi skot með sjálfstrausti sem þeir gerðu," bætti Hrafn við. „En það leggur ekki nokkur þjálfari upp með þetta – nema kannski Don Nelson eða Doug Mo. Enda tók ég ekki eftir þessum fjölda skota þar sem hvert einasta þeirra var opið." Liðin mætast aftur í kvöld og þá fær KR annað tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Staðan í rimmunni er 2-1. „Við ætlum að spila eins og að við séum að spila um titilinn. Það fannst mér vanta í þessum leik en þannig þurfum við alltaf að spila í úrslitakeppninni." Metið í NBA-deildinniFlestar þriggja stiga tilraunir í NBA: Portland - Golden State (2005) - 69 Houston - Dallas (1995) - 64 Cleveland - Portland (1995) - 64 Houston - LA Lakers (1996) - 64Til samanburðar: KR - Keflavík (2011) - 85
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira