Mannréttindi eign fjármagnseigenda? 7. apríl 2011 05:00 Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar