Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 8. apríl 2011 08:00 Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei. Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum. Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina. Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei. Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum. Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina. Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar