Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn 21. apríl 2011 00:30 Fundað í París Mustafa Abdel Jalil, helsti talsmaður uppreisnarliðsins, tekur í hönd Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, í gær.nordicphotos/AFP Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira