Uppskipting fyrirtækja Andrés Magnússon og Orri Hauksson skrifar 28. apríl 2011 06:30 Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar