Aukin hætta af kvikasilfri 9. maí 2011 03:00 Hlýnun jarðar veldur því að kvikasilfursmengun verður hættulegri en ella.nordicphotos/AFP Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira