Skoska þingið vill kjósa um sjálfstæði 10. maí 2011 00:30 Ánægður leiðtogi Alex Salmond ætlar ekki að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt hann hafi nú meirihluta til þess á þingi. nordicphotos/AFP Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira