Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk 23. maí 2011 02:30 Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu. Helstu fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu.
Helstu fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira