Nýir og nauðsynlegir sendiherrar Ögmundur Jónasson skrifar 1. júní 2011 07:00 Nýverið hitti ég í Alþingishúsinu nýja sendiherra. Það væri ekki í frásögur færandi nema af því að þeir hafa sérstakt og brýnt hlutverk í samfélagi okkar: Að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks meðal jafningja sinna undir formerkjum hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun. Sjö einstaklingar sóttu námskeið sem veitti þeim innsýn í sáttmálann sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Hann fjallar um það hvernig á að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks í landinu séu tryggð. Og hver er betur til þess fallinn en einmitt sá sem er í þeim hópi? Hann getur best tjáð jafningjum sínum og okkur öllum hvernig við eigum að bera virðingu fyrir öllum, hverju þarf að breyta, hvernig gæta þarf að aðgengi og réttarkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Augljóst var af þessum stutta fundi okkar að sendiherrarnir nýju eru allir sem einn áhugasamir um að standa sig. Þetta eru þau Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson. Þau hafa öll öðlast mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra og þau hafa sérhæft sig í ákveðnum sviðum í þessu verkefni. Núna í júní fara þau um og kynna samninginn öðru fólki með þroskahömlun. Þau skipta liði og heimsækja meðal annars hæfingarstöðvar, ýmsa vinnustaði og aðra þá staði sem óska eftir kynningu þeirra. Þar leggja þau upp í mikilvæga sendiför með mikilvæga þekkingu og áminningu sem koma þarf á framfæri. Ég vil að lokum óska þeim velfarnaðar í sendiherrastarfinu og er sannfærður um að hér eru á ferðinni nýir og nauðsynlegir sendiherrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýverið hitti ég í Alþingishúsinu nýja sendiherra. Það væri ekki í frásögur færandi nema af því að þeir hafa sérstakt og brýnt hlutverk í samfélagi okkar: Að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks meðal jafningja sinna undir formerkjum hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun. Sjö einstaklingar sóttu námskeið sem veitti þeim innsýn í sáttmálann sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Hann fjallar um það hvernig á að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks í landinu séu tryggð. Og hver er betur til þess fallinn en einmitt sá sem er í þeim hópi? Hann getur best tjáð jafningjum sínum og okkur öllum hvernig við eigum að bera virðingu fyrir öllum, hverju þarf að breyta, hvernig gæta þarf að aðgengi og réttarkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Augljóst var af þessum stutta fundi okkar að sendiherrarnir nýju eru allir sem einn áhugasamir um að standa sig. Þetta eru þau Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson. Þau hafa öll öðlast mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra og þau hafa sérhæft sig í ákveðnum sviðum í þessu verkefni. Núna í júní fara þau um og kynna samninginn öðru fólki með þroskahömlun. Þau skipta liði og heimsækja meðal annars hæfingarstöðvar, ýmsa vinnustaði og aðra þá staði sem óska eftir kynningu þeirra. Þar leggja þau upp í mikilvæga sendiför með mikilvæga þekkingu og áminningu sem koma þarf á framfæri. Ég vil að lokum óska þeim velfarnaðar í sendiherrastarfinu og er sannfærður um að hér eru á ferðinni nýir og nauðsynlegir sendiherrar.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar