Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2011 07:30 Tryggvi Guðmundsson verður að öllum líkindum grímulaus í kvöld Fréttablaðið/HAG „Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00. Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00.
Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira