Guðjón Þórðarson: Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2011 09:00 Guðjón Þórðarson á Valbjarnarvelli Fréttablaðið/Anton undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson. Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira