Við erum Danmörk Atli Fannar Bjarkason skrifar 2. júlí 2011 11:00 Mér líður hræðilega — eins og ég hafi engu áorkað. 27 ár til spillis og ég gat engu um það ráðið, enda er ég ekkert góður í fótbolta. Ég reyndi samt. Fimm æfingar á barnsaldri gerðu lítið en samt finnst mér eins og ég hefði átt að gera eitthvað. Ég hefði mögulega einhverju breytt ef ég hefði lært sjúkranudd, jafnvel þjálfun. Þá hefði ég getað komið í veg fyrir mestu niðurlægingu lífs míns; þegar Færeyingar komust upp fyrir Íslendinga á heimslista alþjóðaknattspyrnusambandsins í vikunni. Færeyjar eru eins og smækkuð útgáfa af Íslandi. Eins og mandarínan við hliðina á appelsínunni í ávaxtaskálinni eru þær talsvert ýktari en Ísland. Tungumálið er fyndnara, trúarofstækið tekur á sig klikkaðri myndir og mikilmennskubrjálæðið er á öðru stigi en á Íslandi. Það sýndi sig þegar Færeyjar lánuðu Íslandi sex milljarða í kjölfar hrunsins, áður en svipað stórt gat kom í ljós í fjárlögum þessarar litlu geggjuðu þjóðar. Þegar heimslistinn var birtur brugðust Færeyingar við með því að birta fréttir undir fyrirsögninni: „Vit eru betri enn Ísland“. Ég skil ekki þetta skrýtna tungumál en með hjálp sérfræðinga komst ég að því að þeir telja sig betri en okkur í fótbolta. Og þeir eru það, samkvæmt lista sem sýnir hvernig þjóðir heims standa sig í íþrótt íþróttanna. Mér varð hugsað til Dana, sem hafa kyngt hverjum ósigrinum á fætur öðrum fyrir okkur; mandarínunni í ávaxtaskálinni þeirra. Frá árinu 1944 höfum við vaðið uppi og þvælst fyrir þessum fyrrverandi kúgurum okkar, meðal annars með fræknum sigrum á handboltavellinum og í viðskiptalífinu. Hér varð að vísu hrun og Danir voru enn þá að skála fyrir því þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu skipuðu leikmönnum undir 21 árs kjöldrógu þá dönsku í júní. Ég var á vellinum og horfði í augun á vonsviknum Dönum sem fengu að skyggnast inn í framtíðina á þennan kvalafulla hátt. En nú erum við Danir. Færeyingar eru betri en við í fótbolta og það er tímaspursmál hvenær þeir herja á landið, erfiðir, blindfullir og kaupa allt sem á vegi þeirra verður. Rúmfatalagerinn var byrjunin og þjóðargersemar á borð við Smáralind, Austur og kjólalínu Ásdísar Ránar verða brátt í eigu lyfjafeitra Færeyinga sem svífast einskis. Við getum hætt að streitast á móti, hætt að hlæja að þessum tungulipru frændum okkar. Eina sem við getum gert er að óska þess að hrunið þeirra verði jafn sársaukafullt og okkar. Þá getum við byrjað að herja á fjandans Danina aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Mér líður hræðilega — eins og ég hafi engu áorkað. 27 ár til spillis og ég gat engu um það ráðið, enda er ég ekkert góður í fótbolta. Ég reyndi samt. Fimm æfingar á barnsaldri gerðu lítið en samt finnst mér eins og ég hefði átt að gera eitthvað. Ég hefði mögulega einhverju breytt ef ég hefði lært sjúkranudd, jafnvel þjálfun. Þá hefði ég getað komið í veg fyrir mestu niðurlægingu lífs míns; þegar Færeyingar komust upp fyrir Íslendinga á heimslista alþjóðaknattspyrnusambandsins í vikunni. Færeyjar eru eins og smækkuð útgáfa af Íslandi. Eins og mandarínan við hliðina á appelsínunni í ávaxtaskálinni eru þær talsvert ýktari en Ísland. Tungumálið er fyndnara, trúarofstækið tekur á sig klikkaðri myndir og mikilmennskubrjálæðið er á öðru stigi en á Íslandi. Það sýndi sig þegar Færeyjar lánuðu Íslandi sex milljarða í kjölfar hrunsins, áður en svipað stórt gat kom í ljós í fjárlögum þessarar litlu geggjuðu þjóðar. Þegar heimslistinn var birtur brugðust Færeyingar við með því að birta fréttir undir fyrirsögninni: „Vit eru betri enn Ísland“. Ég skil ekki þetta skrýtna tungumál en með hjálp sérfræðinga komst ég að því að þeir telja sig betri en okkur í fótbolta. Og þeir eru það, samkvæmt lista sem sýnir hvernig þjóðir heims standa sig í íþrótt íþróttanna. Mér varð hugsað til Dana, sem hafa kyngt hverjum ósigrinum á fætur öðrum fyrir okkur; mandarínunni í ávaxtaskálinni þeirra. Frá árinu 1944 höfum við vaðið uppi og þvælst fyrir þessum fyrrverandi kúgurum okkar, meðal annars með fræknum sigrum á handboltavellinum og í viðskiptalífinu. Hér varð að vísu hrun og Danir voru enn þá að skála fyrir því þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu skipuðu leikmönnum undir 21 árs kjöldrógu þá dönsku í júní. Ég var á vellinum og horfði í augun á vonsviknum Dönum sem fengu að skyggnast inn í framtíðina á þennan kvalafulla hátt. En nú erum við Danir. Færeyingar eru betri en við í fótbolta og það er tímaspursmál hvenær þeir herja á landið, erfiðir, blindfullir og kaupa allt sem á vegi þeirra verður. Rúmfatalagerinn var byrjunin og þjóðargersemar á borð við Smáralind, Austur og kjólalínu Ásdísar Ránar verða brátt í eigu lyfjafeitra Færeyinga sem svífast einskis. Við getum hætt að streitast á móti, hætt að hlæja að þessum tungulipru frændum okkar. Eina sem við getum gert er að óska þess að hrunið þeirra verði jafn sársaukafullt og okkar. Þá getum við byrjað að herja á fjandans Danina aftur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun